Það er útlit fyrir að Aleksandar Mitrovic fari til Al Hilal frá Fulham eftir allt saman.
Sjálfur er leikmaðurinn löngu búinn að semja um eigin kjör við sádiarabíska félagið og vill ólmur komast í peningana þar í landi.
Fulham hefur hins vegar verið tregt til að hleypa Mitrovic í burtu en nú er verið að ganga frá smáatriðum á milli félaganna tveggja.
Serbinn er 28 ára gamall og hefur verið hjá Fulham síðan 2018. Hann var frábær á síðustu leiktíð þegar liðið hafnaði um miðja deild.
Eins og allir vita hefur fjöldi leikmanna farið til Sádí í sumar. Hjá Al Hilal hittir Mitrovic menn á borð við Neymar, Ruben Neves, Sergej Milinkovic-Savic og Kalidou Koulibaly.