Stuðningsmenn Tottenham eru sannfærðir um það að Eric Dier sé nú á förum frá félaginu í sumar.
Ástæðan er sú að Dier er búinn að breyta Instagram aðgangi sínum og er ekki nefnt að hann spili fyrir Tottenham.
Ekki nóg með það þá er Dier hættur að fylgja Tottenham á Instagram og gæti vel verið að kveðja.
Einhverjir vilja meina að Dier sé ósáttur með að fá ekki fyrirliðabandið hjá félaginu en það fór til Heung Min Son.
Dier hefur lengi verið einn mikilvægasti leikmaður Tottenham en á aðeins ár eftir af samningi sínum við félagið.