Ísak Andri Sigurgeirsson er genginn í raðir sænska liðsins Norrköping en þetta var staðfest í kvöld.
Þessi skipti hafa legið í loftinu undanfarna daga en um er að ræða einn efnilegasta leikmann landsins.
Ísak var frábær fyrir Stjörnuna í sumar og vakti athygli erlendis og er skellur fyrir þá bláklæddu að sóknarmaðurinn kveðji á miðju tímabili.
Ísak fyllir skarðið sem Arnór Sigurðsson skilur eftir sig en hann hefur gert samning við Blackburnm.
Ísak er aðeins 19 ára gamall og gerir þriggja ára samning og er fjórði Íslendingurinn í herbúðum Norrköping.