Hugo Lloris er á förum frá Tottenham í sumar og fer ekki með í æfingaferð liðsins til Ástralíu og Singapúr.
Hinn 36 ára gamli Lloris á ár eftir af samningi sínum við Tottenham en er útlit fyrir að hann fari þó í sumar.
Frakkinn hefur verið á mála hjá Tottenham síðan 2012 en dalað hressilega undanfarið.
„Hann hefur fengið leyfi til að sleppa æfingaferðinni til að horfa í kringum sig á aðra möguleika,“ segir í tilkynningu Tottenham.
Markvörðurinn Guglielmo Vicario gekk í raðir Tottenham á dögunum fyrir 16 milljónir punda frá Empoli.