Það fór einn leikur fram í Bestu deild karla í kvöld. Þá tók Fram á móti Breiðabliki.
Það var aðeins eitt mark skorað í leik kvöldsins. Það gerði Ágúst Eðvald Hlynsson strax á 2. mínútu.
Framarar voru manni færri næstum allan seinni hálfleikinn eftir að Delphin Tshiembe fékk að líta rauða spjaldið.
Lokatölur 0-1. Breiðablik styrkir þar sem stöðu sína þriðja sæti og er 8 stigum á eftir toppliði Víkings R.
Fram er hins vegar í tíunda sæti, 2 stigum á undan Fylki.
Fram 0-1 Breiðablik
0-1 Ágúst Eðvald Hlynsson