Þáttur tvö af Besta þættinum er kominn út en að þessu sinni mættust lið Tindastóls og KR í skemmtilegri viðureign.
Í þættinum eru leikmenn og stuðningsmenn liða í Bestu deildinni paraðir saman í keppni á móti öðru pari annars liðs.
Fyrir hönd Tindastóls voru það Auðunn Blöndal og Krista Sól Nielsen sem kepptu og fyrir KR voru það Saga Garðarsdóttir og Theódór Elmar Bjarnason sem tóku þátt.
Horfðu á þáttinn hér að neðan.