fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
433Sport

Fyrsti fundurinn var í gegnum Zoom og hann var mjög óviss – ,,Þá þarf ég að fara í sturtu og fallega skyrtu“

Victor Pálsson
Laugardaginn 8. júlí 2023 13:00

Mauricio Pochettino Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mauricio Pochettino, stjóri Chelsea, hefur sagt frá því hvernig hann var ráðinn til félagsins fyrr í sumar.

Pochettino var ráðinn til starfa eftir síðasta tímabil og tekur við af Frank Lampard sem tók við tímabundið.

Gengi Chelsea á síðustu leiktíð var fyrir neðan allar hellur og er búist við miklu betri árangri á næstu leiktíð.

Pochettino, sem vann áður hjá Tottenham, var óviss þegar hann fundaði fyrst með félaginu og segir frá skemmtilegri sögu.

,,Fyrsta samtalið sem ég átti við stjórnina, get ég verið hreinskilinn? Smá. Fyrsti fundurinn var í gegnum Zoom og ég þurfti að vita hvort ég þyrfti að sannfæra þá eða þeir að sannfæra mig. Ef ég þarf að sannfæra ykkur þá þarf ég að fara í sturtu og í fallega skyrtu,“ sagði Pochettino.

,,Samtalið var ánægjulegt alveg frá byrjun. Þeir sýndu mér sína hugmynd, það góða og svo ekki það góða. Ég ræddi við þá og ræddi svo við eigandann. Þetta er sniðugt fólk. Mér líður vel. Ég er ekki stjóri sem þarf öll völdin.“

,,Ég þarf að sýna þeim að þeir geti treyst á mig sem og leikmennirnir og stuðningsmennirnir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum
Allir mættu nema Mbappe
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Tuchel ætlar ekki að breyta til

Tuchel ætlar ekki að breyta til
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Sjáðu atvikin: Allt í rugli á Anfield – Fulham slapp en Robertson fékk beint rautt

Sjáðu atvikin: Allt í rugli á Anfield – Fulham slapp en Robertson fékk beint rautt
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Þjálfarinn ræddi aldrei við Sævar á meðan hann var í starfi – „Pælingarnar hans góðar en hann kom þeim svo illa frá sér“

Þjálfarinn ræddi aldrei við Sævar á meðan hann var í starfi – „Pælingarnar hans góðar en hann kom þeim svo illa frá sér“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Hvað var Pogba að gefa í skyn? – Sjáðu myndina

Hvað var Pogba að gefa í skyn? – Sjáðu myndina
433Sport
Í gær

Gríðarlega kalt og hann spilaði með húfu

Gríðarlega kalt og hann spilaði með húfu
433Sport
Í gær

Gengur endanlega í raðir Eyjamanna

Gengur endanlega í raðir Eyjamanna