Breiðablik er komið á toppinn í Bestu deild kvenna eftir leik við Keflavík sem fór fram í dag.
Blikar eru að berjast um toppsætið við Val og eru nú með þriggja stiga forskot en það síðarnefnda á leik til góða.
Katrín Ásbjörnsdóttir átti frábæran leik fyrir Blika og gerði bæði mörk liðsins í 2-0 heimasigri.
Þá fór fram leikur Stjörnunnar og Þróttar R. en þar hafði Þróttur betur 2-0 á útivelli – virkilega vel gert hjá þeim rauðhvítu.
Katia Tryggvadóttir skoraði fyrra mark Þróttara en Sierra Marie Lelli bætti við öðru og er Þróttur nú með 21 stig í þriðja sæti. Stjarnan er í vandræðum er með 15 stig, 11 stigum frá toppnum.
Breiðablik 2 – 0 Keflavík
1-0 Katrín Ásbjörnsdóttir
2-0 Katrín Ásbjörnsdóttir
Stjarnan 0 – 2 Þróttur R.
0-1 Katia Tryggvadóttir
0-2 Sierra Marie Lelli