Íslenska karlalandsliðið í flokki 19 ára og yngri gerði jafntefli við Noreg í kvöld í lokakeppni EM.
Markalaust var eftir fyrri hálfleik en um miðbik seinni hálfleiks kom Alwande Roaldsoy Norðmönnum yfir af vítapunktinum.
Það stefndi í annað tap Íslands á mótinu þegar Eggert Aron Guðmundsson jafnaði í lokin með frábæru marki. Lokatölur 1-1.
Ísland er í þriðja sæti riðilsins, 3 stigum á eftir Noregi, en efstu tvö lið riðilsins fara í undanúrslit.
Spánverjar eru á toppi riðilsins með 6 stig en Grikkir eru á botninum án stiga.
Ísland mætir Grikkjum í lokaumferðinni og Noregur mætir Spáni. Það er því enn möguleiki á að fara áfram.