Mason Mount miðjumaður Manchester United er í hópi dýrustu leikmanna í sögu Manchester United, fer hann í sjöunda sæti listans.
United keypti Mount frá Chelsea í gær og endar kaupverðið ef allt gengur eftir í 60 milljónum punda.
Paul Pogba er dýrasti leikmaður í sögu Manchester United en Antony, Harry Maguire og Jadon Sancho koma þar á eftir. Færa má rök fyrir því að allir þessir fjórir hafi ekki staðið undir verðmiða sínum hjá United.
Lista um þá tíu dýrustu má sjá hér að neðan.
10 dýrustu í sögu United:
1 Pogba – £94.5m
2 Antony – £86m
3 Maguire – £80m
4 Sancho – 76.5m
5 Lukaku – £76.2m
6 Di Maria – £67.5m
7 Mount – £60m
8 Casemiro – £60m
9 Fernandes – £56.7m
10 Martial – £54m