Forráðamenn Inter Miami eru stórhuga eftir komu Lionel Messi til félagsins og reyna nú að klófesta Eden Hazard.
Hazard er samningslaus eftir að hafa samið um að rifta samningi sínum við Real Madrid.
Hazard íhugar að hætta í fótbolta en það gæti heillað að skella sér til Miami og spila með Messi.
Inter er auk Messi búið að krækja í Sergio Busquets og þá er Jordi Alba fyrrum bakvörður Barcelona á leið til félagsins.
Hazard er 32 ára gamall en árin hjá Real Madrid reyndust honum erfið og skoðar hann það hreinlega að hætta í fótbolta.