Piero Ausilio stjórnarformaður Inter segir tilboð Manchester United fjarri þeim verðmiða sem félagð setur á Andre Onana og eins og staðan er þá verði hann lykilmaður Inter.
„Eins og staðan er í dag þá eru tilboðin ekki á þeim stað sem við væntum,“ segir Piero Ausilio.
United bauð 38 milljónir punda í markvörðinn frá Kamerún en við það sættir ítalska félagið sig ekki.
„Þessa stundina er hann okkar markvörður og Onana er lykilmaður fyrir okkur, við viljum halda honum.“
„Við sjáum hvað gerist en hann á að mæta til æfinga 13 júlí.“
Erik ten Hag leggur gríðarlega áherslu á að fá Onana en þeir áttu mjög farsælt samband hjá Ajax.
Inter director Ausilio on Man Utd bid for Onana: “As of today, the proposals are not at the level we expected”. 🚨🔴 #MUFC
“In this moment he’s our GK and André is key player for us — we’d like to keep him, then we’ll see what happens. We wait for him on July 13 for pre season”. pic.twitter.com/xelvSWFlO5
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) July 5, 2023