Mason Mount verður í treyju númer 7 hjá Manchester United. Félagið staðfestir þetta.
United tilkynnti um komu enska miðjumannsins í dag en skiptin höfðu legið í loftinu.
Mount kemur frá Chelsea og skrifar undir fimm ára samning á Old Trafford.
It's time to write a new chapter.
#️⃣7️⃣ Mount 🔴#MUFC
— Manchester United (@ManUtd) July 5, 2023
United greiðir Chelsea 55 milljónir punda með möguleika á 5 milljónum til viðbótar.
Mount er uppalinn hjá Chelsea en átti aðeins ár eftir af samningi sínum og vildi ekki skrifa undir nýjan.
Nú er ljóst að Mount fer í sögufrægu sjöuna hjá United. Menn á borð við Cristiano Ronaldo, David Beckham og Eric Cantona hafa klæðst henni einnig.
🔴 Red is the colour. #MUFC pic.twitter.com/bPznbIueoB
— Manchester United (@ManUtd) July 5, 2023