Íslenska U19 ára landsliðið sýndi hetjulega baráttu þegar liðið mætti sterku liði Spánar í fyrsta leik í lokakeppni Evrópumótsins sem hófst í dag á Möltu.
Íslenska liðið byrjaði í brekku þar sem Yarek Gasiorowski kom liðinu yfir og Victor Barberá bætti við öðru marki.
Ágúst Orri Þorsteinsson leikmaður Breiðabliks lagaði stöðuna fyrir íslenska liðið sem komst ekki nær að þessu sinni.
Auk Spánar eru Grikkland og Noregur með Íslandi í riðli.
Ísland 1 – 2 Spánn
0-1 Yarek Gasiorowski
0-2 Victor Barberá
1-2 Ágúst Orri Þorsteinsson
Rautt spjald: Bjarni Guðjón Brynjólfsson (Ísland)