Duncan Ferguson er hættur sem stjóri Forest Green.
Everton goðsögnin var aðeins við stjórnvölinn í um fimm mánuði.
Liðið hafnaði langneðst í ensku C-deildinni á nýafstaðinni leiktíð og í morgun tilkynnti Ferguson leikmönnum að hann myndi láta af störfum.
„Það hefur verið algjör heiður að starfa með Dunc undanfarna mánuði og þetta var ansi erfið ákvörðun að taka,“ segir Dale Vince, stjórnarformaður Forest Green.
„Ég er þakklátur Dunc fyrir að koma inn á svo erfiðum tímum og leggja hart að sér. Mér líður hins vegar eins og ákvörðunin sé rétt fyrir alla og ég óska Dunc alls hins besta í næsta starfi.“