Christian Pulisic sat fyrir svörum í hlaðvarpi á dögumum. Mikil umræða skapaðist eftir það.
Þar talaði bandaríski knattspyrnumaðurinn, sem er á mála hjá Chelsea, um samfélagsmiðla og að hann reyni að takmarka notkun á þeim.
Það er hins vegar ekki það sem flestir tóku eftir.
Knattspyrnuaðdáendur tóku nefnilega eftir því sem virðast vera handjárn á rúmi Pulisic. Var strax farið að grínast með að kappinn lifði ævintýragjörnu kynlífi.
Enskir miðlar fjalla um þetta í dag en ekki er ljóst nákvæmlega hvað um er að ræða.