Mason Greenwood sóknarmaður Manchester United heldur áfram að æfa einn á velli í borginni og bíður eftir ákvörðun frá félaginu. Eftir að hafa litið illa út um daginn er Greenwood í betra standi í dag.
Greenwood hefur ekki spilað eða æft með Manchester United eftir að unnusta hans birtir myndir og hljóðbrot á Instagram þar sem hún sakaði Greenwood um gróft ofbeldi.
Greenwood var handtekinn af lögreglu í janúar á síðast ári og kærður fyrir nauðgun og ofbeldi í nánu sambandi. Fyrr á þessu ári var málið fellt niður
Greenwood verður líklega ekki hjá United á næstu leiktíð en samkvæmt fréttum vill Jose Mourinho fyrrum stjóri United fá hann til Roma.
Greenwood þénar 75 þúsund pund á viku hjá United og hefur félagið þurft að borga honum allt frá því að félagið setti hann til hliðar.
Greenwood leigir völl í Manchester til að æfa en um daginn vakti mynd af honum athygli þar sem hann virtist ekki hafa farið lengi í klippingu.