Sergio Ramos, leikmaður Paris Saint-Germain, vill snúa aftur til heimalandsins er samningur hans rennur út.
Ramos verður samningslaus á næstu dögum og ljóst er að spilar ekki með PSG á næstu leiktíð.
Ramos gekk í raðir PSG árið 2021 á frjálsri sölu en hann hafði leikið með Real Madrid og vann þar 22 titla.
Fyrir það var Ramos á mála hjá Sevilla og vill hann ganga aftur í raðir liðsins 37 ára gamall.
Um er að ræða uppeldisfélag Ramos en óljóst er hvort Sevilla hafi nokkurn áhuga á að taka við varnarmanninum.
Ramos var ekki vinsæll á meðal stuðningsmanna Sevilla er hann lék með Real og er liðið einnig með fimm miðverði í sínum röðum.