Leicester City er að styrkja sig gríðarlega fyrir næstu leiktíð þrátt fyrir að vera fallið í ensku B-deildina.
Leicester átti vonbrigðartímabil í vetur og féll niður um deild en fáir höfðu spáð því fyrir leiktíðina.
Nú hefur félagið staðfest komu tveggja leikmanna en það eru þeir Conor Coady og Harry Winks.
Báðir leikmennirnir eiga landsleiki að baki fyrir England og er um gríðarlegan liðsstyrk í Championship-deildinni að ræða.
Coady kemur til Leicester frá Wolves en hann er varnarmaður og spilaði með Everton í láni á síðustu leiktíð.
Miðjumaðurinn Winks var með Sampdoria í láni frá Tottenham í fyrra en hann hefur spilað tíu landsleiki fyrir England á sínum ferli og er nú genginn endanlega í raðir Leicester.