Eins og flestir vita hefur N’Golo Kante yfirgefið lið Chelsea og er nú samningsbundinn í Sádí Arabíu.
Kante gat fengið um þrefalt hærri laun í Sádí Arabíu en hjá Chelsea sem bauð honum nýjan samning.
Kante er nú einnig orðinn eigandi af liði í þriðju deild Belgíu sem ber nafnið Royal Excelsior Virton.
Þessi kaup verða staðfest þann 1. júlí næstkomandi en stefnan er á að koma liðinu upp í efstu deild á næstu fimm árum.
Royal Excelsior féll úr annarri deildinni í Belgíu á síðustu leiktíð en er með engar skuldir sem auðveldir Kante verkefnið.