Arsenal er búið að staðfesta það að varnarmaðurinn Pablo Mari sé endanlega farinn frá félaginu.
Mari er 29 ára gamall miðvörður en hann var í láni hjá Monza í ítölsku A deildinni á síðustu leiktíð.
Mari heillaði marga á Ítalíu og fær nú endanlegan samning en hann ku kosta um 8 milljónir evra.
Mari náði aldrei að heilla af alvöru á Emirates og var Monza með möguleika á að kaupa varnarmanninn í sumar.
Spánverjinn kom til Arsenal frá Flamengo árið 2020 en spilaði aðeins 12 deildarleiki á þremur árum.