fbpx
Laugardagur 12.júlí 2025
433Sport

Leyndarmálið í uppgangi Loga: Tók vel í lóðin í vetur en vill ekki ræða sögusagnir síðustu daga

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 30. júní 2023 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Logi Tómasson leikmaður Víkings var kjörinn besti leikmaður fyrri umferðar Bestu deildarinnar í Íþróttavikunni sem frumsýnd var í kvöld á 433.is og í Sjónvarpi Símans.

Logi er 24 ára gamall en hefur svo sannarlega bætt leik sinn á síðustu árum og er einn fremsti leikmaður deildarinnar í dag.

video
play-sharp-fill

„Við erum búnir að standa okkur helvíti vel, búnir að vera þéttir. Liðsheildin búinn að vera mjög góð, margir búnir að standa sig vel,“ segir Logi sem vill ekki gera of mikið úr góðri frammistöðu sinni.

Logi hefur bætt á sig vöðvum frá síðasta ári og er sterkari en áður, hann segist hafa fundið það hjá sjálfum sér að vilja verða betri.

„Ég var ekki saddur í fyrra, ég stóð mig vel sóknarlega í fyrra en ég vildi laga varnarleikinn. Ég er heilsteyptari leikmaður, ég einblínti á það í vetur. Að verða sterkari og betri í návígum. Mig langaði að gera það sjálfur, mig langar að spila og vera í einu besta liði á landinu. Þetta kom frá mér sjálfum,“ segir Logi.

Gaman að sjá Víking verða stórlið:

Logi vill ekki ræða það að Víkingur sé í dauðafæri á tvennunni, liðið hefur öruggt forskot í deildinni og er í undanúrslitum bikarsins. „Ég ætla ekki að tala um það núna, þetta lítur vel og við erum að vinna alla leiki. Þetta lítur vel út í dag, fótboltinn er þannig að það getur allt gerst.“

Logi ólst upp hjá Víkingi og sá félagið sitt ganga í gegnum erfiða tíma en undanfarið hefur Víkingur orðið að risa í íslenskum bolta og vinnur liðið titla á nánast hverju ári. „Sérstaklega því ég er Víkingur, þetta er geðveikt,“ segir Logi.

Fréttablaðið/Anton Brink

Gefur lítið upp um erlend lið:

Logi er samkvæmt sögusögnum á leið í atvinnumennsku á næstu dögum en vill lítið gefa upp. „Ég veit það ekki, ég held að það sé einhver áhugi á mér. Það er ekki komið tilboð, ég er bara að hugsa um að spila vel með Víking. Maður er leikmaður Víkings og er að spá í að gera vel með þeim, ég fókusa á sjálfan mig,“ segir Logi.

Hann telur að hann klári tímabilið með sínu félagi. „Ég held að ég klári tímabilið með Víking, ég einbeiti mér bara að þeim. Það er það sem skiptir máli.“

Viðtalið er í heild hér að ofan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Tevez orðinn yfirmaður knattspyrnumála

Tevez orðinn yfirmaður knattspyrnumála
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Eiga að vera spenntir fyrir manninum sem var með Mane, Duran og Ronaldo í vasanum

Eiga að vera spenntir fyrir manninum sem var með Mane, Duran og Ronaldo í vasanum
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Sveindís eftir leik: ,,Minn besti leikur kemur þegar það er ekkert undir“

Sveindís eftir leik: ,,Minn besti leikur kemur þegar það er ekkert undir“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Faðir Amöndu varpar sprengju eftir gærkvöldið

Faðir Amöndu varpar sprengju eftir gærkvöldið
433Sport
Í gær

Þetta hafði þjóðin að segja um kvöldið – „Þetta var hörmung frá A til Ö“

Þetta hafði þjóðin að segja um kvöldið – „Þetta var hörmung frá A til Ö“
433Sport
Í gær

Noregur vann Ísland í sjö marka leik

Noregur vann Ísland í sjö marka leik
433Sport
Í gær

Gætu misst þrjá lykilmenn ásamt því að skipta um stjóra

Gætu misst þrjá lykilmenn ásamt því að skipta um stjóra
433Sport
Í gær

Dæmdur í langt bann fyrir að veðja á yfir sex þúsund leiki á rúmlega einu ári

Dæmdur í langt bann fyrir að veðja á yfir sex þúsund leiki á rúmlega einu ári
Hide picture