Ethan Nwaneri verður áfram hjá Arsenal og mun hann skrifa undir atvinnumannasamning í vor. The Athletic segir frá.
Hinn 16 ára gamli Nwaneri varð sá yngsti til að spila úrvaldseildarleik í haust, þá 15 ára gamall. Hann kom þá inn á í leik Arsenal gegn Brentford.
Skólasamningur Nwaneri er að renna út og var framtíðin í óvissu en nú er ljóst að hann mun skrifa undir atvinnumannasamning í mars á næsta ári, um leið og hann verður 17 ára gamall.
Nwaneri þykir eitt mesta efnið á Englandi.