Viktoria Varga, eiginkona knattspyrnumannsins Graziano Pelle, er afar vinsæl á samfélagsmiðlum.
Hún birti á dögunum myndband á Instagram þar sem hún fækkaði fötum og sýndi blátt bikiní sitt. Vakti þetta mikla lukku, en myndbandið má sjá hér neðar.
Pelle er 37 ára gamall og hefur verið án félags frá því hann yfirgaf Parma 2021. Kappinn er þekktastur fyrir tíma sinn hjá Southampton.
Þrátt fyrir langan tíma frá vellinum er Pelle ekki formlega hættur í knattspyrnu.