fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
433Sport

Nærmynd af hugsanlegum félagaskiptum Gylfa: Eigendurnir þekkja Gylfa og högnuðust vel á honum – Nokkrar stórstjörnur í liðinu sem Rooney stýrir

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 27. júní 2023 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Endurkoma Gylfa Þórs Sigurðssonar á knattspyrnuvöllinn gæti nálgast en hann er nú í viðræðum við DC United í MLS deildinni í Bandaríkjunum. Eftir tvö ár frá leiknum gæti hinn 33 ára gamli knattspyrnumaður komið aftur á völlinn.

433.is sagði fyrst miðla frá því á sunnudag að Gylfi Þór væri í viðræðum við félagið og myndi heimsækja Wasinghton, höfuðborg Bandaríkjanna til að skoða aðstæður og ræða við félagið.

Nokkrar tengingar Gylfa við félagið gera félagaskiptin líklega að fýsilegan kost fyrir einn besta knattspyrnumann í sögu Íslands. Fyrst ber að nefna þjálfara liðsins sem er Wayne Rooney, hann og Gylfi léku saman hjá Everton í eitt ár áður en Rooney gerðist leikmaður DC United.

Rooney er á sínu öðru ári sem þjálfari bandaríska liðsins og eru gerðar væntingar um að hann geti komið félaginu í hóp þeirra bestu. Koma Gylfi til félagsins gæti verið mikilvæg í þeirri vegferð.

Eigendurnir þekkja Gylfa:

Jason Levien og Stephen Kaplan eru stjórnarformenn DC United og eiga stóran hlut í félaginu. Þeir þekkja íslenska landsliðsmanninn ansi vel, þeir félagar keyptu Swansea sumarið 2016 þegar Gylfi Þór var leikmaður félagsins.

Levien og Kaplan voru harðir í horn að taka sumarið 2017 þegar fjöldi liða vildi kaupa Gylfa frá Swansea. Á endanum tókst Everton að ná samkomulagi við Levien og Kaplan um söluna.

Fengu þeir félagar 45 milljónir punda eða 7,8 milljarða á gengi dagsins í dag. Er Gylfi lang dýrasti knattspyrnumaður í sögu Íslands og er enn í dag dýrasti leikmaður í sögu Everton.

Levien keypti Swansea árið 2016 og seldi Gylfa ári síðar.

Stjörnuprýddur leikmannahópur:

Í leikmannahópi DC United er að finna nokkra áhugaverða leikmenn sem knattspyrnuáhugafólk á Íslandi ætti að þekkja vel. Guðlaugur Victor Pálsson, landsliðsmaður er leikmaður félagsins og lykilmaður í liði Wayne Rooney.

Guðlaugur kom til DC United á síðasta ári og hefur átt góðu gengi að fagna hjá félaginu og er vinsæll á meðal stuðningsmanna.

Getty Images

Christian Benteke fyrrum framherji Liverpool er einnig í herbúðum félagsins og er launahæsti leikmaður félagsins, Benteke kom til DC frá Crystal Palace sumarið 2022. Framherjinn frá Belgíu hefur átt farsælan feril.

Rooney hefur sótt leikmenn frá liðum í Bretlandi þar sem hann þekkir markaðinn vel, Mateusz Klich fyrrum miðjumaður Leeds kom til félagsins á þessu ári. Pólski landsliðsmaðurinn hefur komið sterkur inn.

DC United er einnig með einn mesta vandræðagemsa fótboltann, Ravel Morrison í sínum herbúðum en félagið vill losna við hann samkvæmt nýjustu heimildum. Ravel ólst upp hjá Manchester United en hefur farið víða og ekki náð að festa rætur hjá neinu félagi.

Endurkoma Gylfa:

Eins og flestum er kunnugt hefur Gylfi Þór ekki leikið knattspyrnu í tvö ár, eftir að mál hans í Englandi var fellt niður og hann varð frjáls ferða sinna hefur fólk velt fyrir sér endurkomu hans.

Sú staðreynd að Gylfi sé í viðræðum við DC United bendir til þess að endurkoma hans á völlinn nálgast. Óumdeildir hæfileikar Gylfa eru enn til staðar en hann gæti þurft einhvern tíma í að ná taktinum aftur, leikmaður sem hefur hins vegar aldrei treyst á hraða sinn eða styrk gæti átt auðveldara með að snúa aftur eftir langa fjarveru.

Age Hareide, landsliðsþjálfari Íslands, hefur mikið rætt um Gylfa og vonast eftir því að fá hann aftur á völlinn. Hann telur að það gæti reynst ansi mikilvægur hlekkur í því að reyna að endurreisa landsliðið.

©Anton Brink 2020

Augu heimsins á MLS deildinni:

Ljóst er að augu knattspyrnuheimsins munu í sumar beinast að MLS deildinni, einn besti knattspyrnumaður allra tíma, sjálfur Lionel Messi hefur boðað komu sína í deildina. Messi samdi á dögunum við Inter Miami.

Inter Miami hefur eining sótt Sergio Busquets frá Barcelona sem er einn sigursælasti fótboltamaður seinni tíma.

Messi er að mæta Í MLS deildina.
Getty Images
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Hætta því að halda mínútu þögn vegna alþjóðlegra hörmunga

Hætta því að halda mínútu þögn vegna alþjóðlegra hörmunga
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

HK staðfestir ráðningu á Gunnari Heiðari – Arnar og Sigurður fylgja honum

HK staðfestir ráðningu á Gunnari Heiðari – Arnar og Sigurður fylgja honum
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Kíkt í bílskúrinn hjá Ronaldo: Flotinn kostar 3,7 milljarða en hann keyrir nánast aldrei sjálfur

Kíkt í bílskúrinn hjá Ronaldo: Flotinn kostar 3,7 milljarða en hann keyrir nánast aldrei sjálfur
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Amorim svarar gagnrýni Ronaldo á United

Amorim svarar gagnrýni Ronaldo á United
433Sport
Í gær

Horfir til betri vegar hjá Rooney

Horfir til betri vegar hjá Rooney
433Sport
Í gær

Grófu upp gamlar Twitter færslur frá nýkjörnum borgarastjóra í New York

Grófu upp gamlar Twitter færslur frá nýkjörnum borgarastjóra í New York