fbpx
Sunnudagur 07.september 2025
433Sport

Ronaldo átti erfitt með svefn á Íslandi

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 21. júní 2023 12:00

Vanda Sigurgeirsdóttir heiðraði Ronaldo fyrir 200. landsleik sinn á Laugardalsvelli í sumar. Mynd/ Kristinn Svanur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og alþjóð veit tapaði íslenska karlalandsliðið fyrir því portúgalska í undankeppni EM 2024 í gær. Tapið var grátlegt og Strákarnir okkar stóðu sig frábærlega.

Hinn magnaði Cristiano Ronaldo skoraði eina markið í blálokin – og það í sínum 200. landsleik.

„Að vinna leiki svona, með baráttu og sigurmarki á 89. mínútu, er enn sætara,“ sagði Ronaldo eftir leik.

Kvöldsólin gerði Ronaldo þá erfitt fyrir.

„Það eru bara þrír dagar frá leiknum gegn Bosníu. Svo er alltaf þreyta eftir ferðalag. Eins og þið sjáið þá er líka enn bjart, jafnvel þó þú sért með bundið fyrir augun þá er alltaf ljós.

Liðið spilaði vel og það skiptir mestu máli.“

Ronaldo og félagar voru ekkert að staldra við á Íslandi. Þeir héldu út á Keflavíkurflugvöll beint eftir leik og flugu heim.

Ísland er komið í erfiða stöðu í undanriðlinum. Liðið er nú sjö stigum á eftir Slóvakíu sem situr í öðru sæti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Einkunnir leikmanna Íslands eftir frábært kvöld – Tveir fá níu

Einkunnir leikmanna Íslands eftir frábært kvöld – Tveir fá níu
433Sport
Í gær

Mögnuð frammistaða á Laugardalsvelli – Flugeldasýning í síðari hálfleik þar sem Albert meiddist

Mögnuð frammistaða á Laugardalsvelli – Flugeldasýning í síðari hálfleik þar sem Albert meiddist
433Sport
Fyrir 2 dögum

Reynsluboltinn lofsyngur Arnar – „Opinn og heiðarlegur maður“

Reynsluboltinn lofsyngur Arnar – „Opinn og heiðarlegur maður“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Hrósar Íslandi og hefur áhyggjur af sínum mönnum

Hrósar Íslandi og hefur áhyggjur af sínum mönnum
433Sport
Fyrir 2 dögum

Breytingar sagðar í farvatninu í Kópavogi – Segir að Eiður láti af störfum og Emil Pálsson taki við

Breytingar sagðar í farvatninu í Kópavogi – Segir að Eiður láti af störfum og Emil Pálsson taki við
433Sport
Fyrir 2 dögum

Ákærður í 31 lið en neitar sök í öllum liðum – Keyrði inn í mannfjöldann þegar Liverpool fagnaði

Ákærður í 31 lið en neitar sök í öllum liðum – Keyrði inn í mannfjöldann þegar Liverpool fagnaði