fbpx
Sunnudagur 07.september 2025
433Sport

Hjólar í Ronaldo fyrir frammistöðuna á Íslandi – „Það er ekki fræðilegur séns“

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 21. júní 2023 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og flestir vita nú tapaði íslenska karlalandsliðið fyrir því portúgalska, 0-1, í undankeppni Evrópumótsins í gær. Cristiano Ronaldo er auðvitað langstærsta stjarna Portúgala en þó voru ekki allir hrifnir af frammistöðu hans í gær.

Ronaldo skoraði sigurmarkið í gær í blálokin. Kappinn var að spila sinn 200. landsleik. Afar svekkjandi fyrir okkur Íslendinga.

Það var farið vel yfir leikinn í Þungavigtinni. Sparkspekingurinn geðugi, Kristján Óli Sigurðsson, gagnrýndi þar Ronaldo.

„Við vorum að spila við eitt af fimm bestu liðum heims en segjandi það þá er þetta lið er aldrei að fara að vinna Evrópumótið næsta sumar með gangandi Tom Daley dýfara upp á topp. Það er ekki fræðilegur séns.

Á móti Englandi, Frakklandi, Þýskalandi, nefndu það. Þú getur ekki verið einum færri og þeir voru það allan tímann. Eins og ég elska Ronaldo,“ sagði harðorður Kristján í þættinum.

Mikael Nikulásson tók undir með honum.

„Ég held hreinlega að ég hefði haldið boltanum betur þarna. Ef Portúgal ætlar að verða Evrópumeistari verða þeir að taka hann úr liðinu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Einkunnir leikmanna Íslands eftir frábært kvöld – Tveir fá níu

Einkunnir leikmanna Íslands eftir frábært kvöld – Tveir fá níu
433Sport
Í gær

Mögnuð frammistaða á Laugardalsvelli – Flugeldasýning í síðari hálfleik þar sem Albert meiddist

Mögnuð frammistaða á Laugardalsvelli – Flugeldasýning í síðari hálfleik þar sem Albert meiddist
433Sport
Fyrir 2 dögum

Reynsluboltinn lofsyngur Arnar – „Opinn og heiðarlegur maður“

Reynsluboltinn lofsyngur Arnar – „Opinn og heiðarlegur maður“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Hrósar Íslandi og hefur áhyggjur af sínum mönnum

Hrósar Íslandi og hefur áhyggjur af sínum mönnum
433Sport
Fyrir 2 dögum

Breytingar sagðar í farvatninu í Kópavogi – Segir að Eiður láti af störfum og Emil Pálsson taki við

Breytingar sagðar í farvatninu í Kópavogi – Segir að Eiður láti af störfum og Emil Pálsson taki við
433Sport
Fyrir 2 dögum

Ákærður í 31 lið en neitar sök í öllum liðum – Keyrði inn í mannfjöldann þegar Liverpool fagnaði

Ákærður í 31 lið en neitar sök í öllum liðum – Keyrði inn í mannfjöldann þegar Liverpool fagnaði