fbpx
Miðvikudagur 14.maí 2025
433Sport

Harðorður Mikael vonast til þess að bæjarstjórnin skammist sín eftir flugið suður – „Þetta er gjörsamlega út úr korti“

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 21. júní 2023 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

KA þarf að spila heimaleik/i sína í undankeppni Sambandsdeildarinnar í sumar í Úlfarsárdal þar sem heimavöllur liðsins fyrir norðan er ekki löglegur í Evrópukeppni. Ekki eru allir sáttir við þetta.

KA mætir Connah’s Quay Nomads FC frá Wales í fyrstu umferð. Fyrri leikurinn fer fram í Úlfarsárdal.

„Þetta er svo dapurt. Það er 2023. Það eru bara komnir staðlar í þetta,“ segir sparkspekingurinn Mikael Nikulásson í Þungavigtinni.

Hann bendir á að tímarnir séu breyttir en íslensk félög þurfi að fylgja með.

„KA spilaði á móti Sofia frá Búlgaríu 1990 á Akureyrarvelli. Nú eru 33 ár liðin og þeir þurfa að spila í Úlfarsárdal. Auðvitað eru staðlarnir orðnir hærri í fótboltanum því hann hefur breyst svo mikið. En á Íslandi getur þú ekki spilað á heimavelli 33 árum seinna því það gerist aldrei neitt hérna.

Að KA þurfi að spila heimaleiki sína í Evrópukeppni í Úlfarsárdal, það er auðvitað bara hræðilegt. Það er ekkert eðlilegt við þetta.“

Mikael baunar á bæjarstjórn Akureyrar.

„Ég veit að þetta er ekki Sævari Péturssyni eða þjálfaranum að kenna. Ég efast ekki um að KA-menn í bæjarstjórn mæti á leiki þegar gengur vel og fljúga jafnvel í bæinn fyrir leikinn á Framvellinum. Ég vona að þeir skammist sín. Þetta er gjörsamlega út úr korti.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Sturlun í Sunderland í gærkvöldi – Sjáðu hvað gerðist

Sturlun í Sunderland í gærkvöldi – Sjáðu hvað gerðist
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Einn sá launahæsti í heimi fær samningi sínum í Sádí rift

Einn sá launahæsti í heimi fær samningi sínum í Sádí rift
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Frábært framtak Amorim – Borgar úr eigin vasa svo starfsfólkið sjái úrslitin

Frábært framtak Amorim – Borgar úr eigin vasa svo starfsfólkið sjái úrslitin
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Viðræður um Cunha ganga virkilega vel

Viðræður um Cunha ganga virkilega vel
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Arsenal mjög óvænt á eftir þessum leikmanni Chelsea

Arsenal mjög óvænt á eftir þessum leikmanni Chelsea
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Þetta eru bestu menn Bestu deildarinnar hingað til ef rýnt er í gögnin – Fengið harða gagnrýni en eiga flesta á topp tíu

Þetta eru bestu menn Bestu deildarinnar hingað til ef rýnt er í gögnin – Fengið harða gagnrýni en eiga flesta á topp tíu
433Sport
Í gær

Hefur ekki neinn áhuga á því að fara frá Liverpool í sumar

Hefur ekki neinn áhuga á því að fara frá Liverpool í sumar
433Sport
Í gær

Diego Simeone vill fá Antony í sumar

Diego Simeone vill fá Antony í sumar