fbpx
Miðvikudagur 24.desember 2025
433Sport

Stígur fram og sakar stjörnu United um hrottalegt ofbeldi – „Við það fór silíkonið mitt að færast úr stað“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 20. júní 2023 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gabriella Cavallin sem er nú fyrrum unnusta Antony hjá Manchester United segist hafa óttast um líf sitt þegar hann á að hafa lagt á hanar hendur.

Cavallin fór til lögreglunnar og segir að Antony hafi beitt sig líkamlegu ofbeldi. Segja fjölmiðlar að um sé að ræða fjögur skipti sem hún sakar Antony um ofbeldi. Segir í fréttum í Brasilíu að Cavallin hafi farið með myndir af meintum áverkum til lögreglunnar og samskipti þeirra á milli.

„Hann hélt um báðar hendurnar á mér, henti mér í rúmið og fór svo ofan á mig,“ sagði Cavallin.

„Við það fór silíkonið mitt að færast úr stað.“

Getty Images

Cavallin segist hafa óttast um líf sitt á þessum tímapunkti. „Á því augnabliki varð ég svo andstutt að mér leið eins og ég væri að deyja.“

Cavallin heldur því fram að Antony hafi haldið sér læstri inn á heimili hans í Manchester. „Hann braut ferðatöskuna mína, tók handtöskuna mína, vegabréfið mitt. Hann braut farsímann minn, hann vildi ekki sleppa mér,“ sagði Cavallin.

„Ég var fangi frá 22:00 til 03:30. Ég kalla það fangelsi. Ég vildi bara komast þaðan og hann sagði mér að ég myndi ekki fara fyrr en ég eyddi öllu úr símanum. Ég held að móðir hans hafi hringt í sálfræðing hans og beðið um hjálp. Enginn gat stjórnað honum.’

Cavallin staðfesti að hún ætli að leggja fram kæru í Manchester. „Ég geri allt sem ég þarf. Ég fer til Englands til að segja frá árásinni, fangelsinu og sálrænu ofbeldi. Allt sem hann gerði mér,“ segir Cavallin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Alves að kaupa félag og ætlar að spila sjálfur

Alves að kaupa félag og ætlar að spila sjálfur
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Fyrrum hetja Liverpool riftir eftir hörmulegt gengi

Fyrrum hetja Liverpool riftir eftir hörmulegt gengi
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Amorim ætlar að umturna þessari stöðu næsta sumar

Amorim ætlar að umturna þessari stöðu næsta sumar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Kemur ekki lengur til greina hjá United að losa Mainoo út af þessu

Kemur ekki lengur til greina hjá United að losa Mainoo út af þessu
433Sport
Í gær

Þessi koma til greina í kjörinu á íþróttamanni ársins

Þessi koma til greina í kjörinu á íþróttamanni ársins
433Sport
Í gær

England: Jimenez hetja Fulham

England: Jimenez hetja Fulham