fbpx
Miðvikudagur 14.maí 2025
433Sport

Segir að Gylfi Þór hljóti að „berja enninu í borðið“ yfir þróun mála – „Hann missti af þessari peningalest“

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 19. júní 2023 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjöldinn allur af stjörnum úr Evrópuboltanum heldur til Sádi-Arabíu þessi misserin. Gylfi Þór Sigurðsson fékk stórt tilboð þaðan fyrir tæpum þremur árum síðan en hafnaði því.

Þetta segir Hjörvar Hafliðason í hlaðvarpi sínu, Dr. Football.

„Það er einn maður sem hlýtur að vera heima hjá sér núna að berja enninu í borðið. Það er Gylfi Sigurðsson,“ segir Hjörvar í þætti dagsins.

„Hann var með monster-tilboð og ég veit þetta upp á tíu. Hann var með geðveikt tilboð frá Sádí haustið 2020 en af einhverjum fótboltaprinsipp ástæðum, þar sem hann var bara 31 árs, vildi hann ekki fara.

Hann missti af þessari peningalest,“ heldur Hjörvar áfram.

Gylfi var þess í stað áfram hjá Everton í ensku úrvalsdeildinni en í dag er hann félagslaus. Það er óvíst hvort hann taki skóna fram að nýju.

Menn á borð við Cristiano Ronaldo og Karim Benzema hafa farið til Sádi-Arabíu undanfarið. Þá eru fleiri á leiðinni. Má þar nefna miðjumanninn N’Golo Kante.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Guardiola vill hollenskan miðjumann í sumar

Guardiola vill hollenskan miðjumann í sumar
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Hefur ekki neinn áhuga á því að fara frá Liverpool í sumar

Hefur ekki neinn áhuga á því að fara frá Liverpool í sumar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Amorim hótar að hætta – Mourinho líklegastur til að taka við ef það gerist

Amorim hótar að hætta – Mourinho líklegastur til að taka við ef það gerist
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Viðbúið að viðbrögðin yrðu svona og Trent þarf að takast á við það

Viðbúið að viðbrögðin yrðu svona og Trent þarf að takast á við það
433Sport
Í gær

Beckham lætur í sér heyra á X-inu eftir að skotið var fast á Inter Miami

Beckham lætur í sér heyra á X-inu eftir að skotið var fast á Inter Miami
433Sport
Í gær

Tölfræðin yfir síðustu þrjú tímabil – Stuðningsmönnum Arsenal svíður að sjá þetta

Tölfræðin yfir síðustu þrjú tímabil – Stuðningsmönnum Arsenal svíður að sjá þetta