fbpx
Miðvikudagur 24.desember 2025
433Sport

Landsliðsmenn standa þétt við bak Guðlaugs Victors á erfiðum tímum – „Magnaður karakter“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 19. júní 2023 12:00

Byrjunarlið Íslands á laugardag.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska landsliðið í knattspyrnu lék með sorgarbönd gegn Slóvakíu á laugardag. Ástæðan var sú að fósturfaðir landsliðsmannsins, Guðlaugs Victors Pálssonar lést í síðustu viku.

Guðlaugur Victor lék allan leikinn í svekkjandi tapi Íslands á laugardag og var einn besti leikmaður liðsins. Leikmenn liðsins hafa staðið þétt við bak hans á erfiðum tímum.

„Magnaður karakter sem Gulli er,“ skrifar Jóhann Berg Guðmundsson sem var fyrirliði Íslands í leiknum.

„Hann er góður karakter, allir strákarnir hafa verið daprir vegna þeirra frétta sem Guðlaugur fékk,“ sagði Age Hareide eftir tapið gegn Slóvakíu

Hareide segir að leikmennirnir hafi staðið þétt við bak Guðlaugs á mjög erfiðum tímum. „Leikmennirnir hafa hugsað vel um hann, ég vona að fótboltinn hafi hjálpað honum að dreyfa huganum. Hann gerði vel þegar hann fór upp á miðsvæðið rétt fyrir leik, hann spilaði vel,“ sagði Hareide.

Búist er við að Guðlaugur Victor verði áfram í byrjunarliði Íslands þegar liðið mætir Portúgal í erfiðum leik á Laugardalsvelli á morgun.

Alfreð Finnbogason sem skoraði mark Íslands í leiknum birtir svo mynd af þeim félögum á Instagram þar sem hann setur blátt hjarta við myndina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Slot: „Þetta eru mikil vonbrigði“

Slot: „Þetta eru mikil vonbrigði“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Alves að kaupa félag og ætlar að spila sjálfur

Alves að kaupa félag og ætlar að spila sjálfur
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Þetta eru leikirnir sex sem Bruno Fernandes missir af

Þetta eru leikirnir sex sem Bruno Fernandes missir af
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Amorim ætlar að umturna þessari stöðu næsta sumar

Amorim ætlar að umturna þessari stöðu næsta sumar
433Sport
Í gær

Salah hetja Egyptalands

Salah hetja Egyptalands
433Sport
Í gær

Þessi koma til greina í kjörinu á íþróttamanni ársins

Þessi koma til greina í kjörinu á íþróttamanni ársins
433Sport
Í gær

Arteta viðurkennir að hann sé ekki of öruggur í starfi

Arteta viðurkennir að hann sé ekki of öruggur í starfi
433Sport
Í gær

Forsetinn sannfærður um að Neymar skrifi undir

Forsetinn sannfærður um að Neymar skrifi undir