fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
433Sport

Gæti farið í allt að tólf ára fangelsi – Búist er við réttarhöldum í október

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 19. júní 2023 13:00

Alves og Sanz.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Spænskir miðlar segja að Daniel Alves fyrrum varnarmaður Barcelona gæti átt yfir höfði sér allt að tólf ár á bak við lás og slá.

Réttarhöld fara fram í október en Alves er sakaður um að hafa nauðgað konu.

Alves var handtekinn í Barcelona í byrjun árs, grunaður um kynferðisbrot á skemmtistað þann 30. desember. Bakvörðurinn hefur neitað sök síðan og sagt að hann hafi stundað kynlíf með meintum þolanda með samþykki þeirra beggja.

Ákveðið var að fangelsa Alves án möguleika á tryggingu en lögfræðingar hans áfrýjuðu. Beiðni þeirra hefur nú verið hafnað og mun Alves því sitja inni á meðan rannsókn stendur.

Alves var tilbúinn, gegn því að hann yrði laus gegn tryggingu, að gefa fram vegabréfið sitt og vera með öklaband. Hann var til í að mæta og gera grein fyrir sér daglega og ekki fara í minna en 500 metra fjarlægð frá heimili eða vinnustað meints þolanda.

Þetta dugði ekki til og var beiðninni hafnað.

Í niðurstöðu dómstóls segir að ekki sé hægt að sleppa Alves gegn tryggingu af ótta við að hann reyni að komast til heimalandsins, Brasilíu. Hann sé fjársterkur maður og gæti því tekist það með einum eða öðrum hætti.

Brasilía framselur ekki eigin íbúa þó svo að þeir hafi fengið dóm í öðru landi. Þannig gengur fyrrum knattspyrnumaðurinn Robinho til að mynda laus þar í landi þrátt fyrir að hafa fengið níu ára dóm fyrir hópnauðgun á Ítalíu.

Alves er 39 ára gamall og á glæstan feril að baki. Hann hefur unnið alla stærstu titlanna í félagsliðaboltanum og leikið með liðum á borð við Barcelona, Juventus og Paris Saint-Germain.

Alves varð elsti leikmaður til að spila fyrir hönd Brasilíu á HM í Katar fyrir áramót.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Verið aðdáandi Pogba síðan hann var krakki og fær nú að spila með honum

Verið aðdáandi Pogba síðan hann var krakki og fær nú að spila með honum
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Andy Carroll gæti tekið óvænt skref

Andy Carroll gæti tekið óvænt skref
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Deco vorkennir fyrrum leikmanni Barcelona – Seldur eftir rúmlega eitt ár

Deco vorkennir fyrrum leikmanni Barcelona – Seldur eftir rúmlega eitt ár
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Newcastle opnar samtalið við enska framherjann

Newcastle opnar samtalið við enska framherjann
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Mbeumo að verða pirraður og Brentford er einnig farið að pirra sig

Mbeumo að verða pirraður og Brentford er einnig farið að pirra sig
433Sport
Í gær

Bjarni upplýsir um samtöl sín við þjálfara – Telur útséð að það þurfi útlending í verkefnið

Bjarni upplýsir um samtöl sín við þjálfara – Telur útséð að það þurfi útlending í verkefnið
433Sport
Í gær

United gat fengið rúma 2 milljarða en Amorim vildi ekki sjá myndavélar Amazon á svæðinu

United gat fengið rúma 2 milljarða en Amorim vildi ekki sjá myndavélar Amazon á svæðinu