fbpx
Fimmtudagur 17.júlí 2025
433Sport

Stjörnurnar öskruðu og hágrétu: Töldu að endirinn væri að nálgast – ,,Þú veist alltaf hversu alvarleg staðan er ef þú horfir á þeirra viðbrögð“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 18. júní 2023 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rio Ferdinand, fyrrum leikmaður Manchester United og enska landsliðsins, hefur tjáð sig um óhugnanlega reynslu sem hann og aðrir leikmenn Englands upplifðu eftir HM 2006 í Þýskalandi.

England var á heimleið eftir tap gegn Portúgal í 8-liða úrslitum en flugvélin lenti í gríðarlega slæmu veðri og var óttast að hún myndi hrapa.

Stórstjörnur voru innanborðs sem og fjölskyldur leikmannana en Ferdinand var um tíma búinn að sætta sig við eigin dauða.

Sem betur fer þá komst flugvélin á áfangastað í heilu lagi en um er að ræða augnablik sem enginn af þessum aðilum mun gleyma.

,,Það var nýbúið að slá okkur úr keppni í 8-liða úrslitum HM og við upplifðum versta flug sem þú getur ímyndað þér. Veðrið var skelfilegt og við héldum allir að við myndum hrapa til jarðar. Við hágrétum,“ sagði Ferdinand.

,,Ég sat við hlið Wayne Rooney og Steven Gerrard og þeirra eiginkonum og allir voru öskrandi. Þetta var ókyrrð á öðru stigi. Þetta var klikkun, farangurinn flaug út um allt og enginn vissi hvað væri í gangi.“

,,Ég hélt klárlega að þetta væri endirinn, sérstaklega þegar ég horfði á starsfólk vélarinnar. Þú veist alltaf hversu alvarleg staðan er ef þú horfir á þeirra viðbrögð. Ég vissi að við værum í miklum vanda.“

,,Ég er yfirleitt nokkuð rólegur en þegar ég horfði á þeirra viðbrögð þá varð ég eins hræddur og ég hef verið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Félag frá Brasilíu tilbúið að borga 55 milljónir punda

Félag frá Brasilíu tilbúið að borga 55 milljónir punda
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Eins og konungur í ríki sínu eftir að hafa lent á karabísku eyjunni – Sjáðu myndirnar

Eins og konungur í ríki sínu eftir að hafa lent á karabísku eyjunni – Sjáðu myndirnar
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Gæti farið svo að United nái ekki Mbeumo fyrir æfingaferðina

Gæti farið svo að United nái ekki Mbeumo fyrir æfingaferðina
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Þetta er í sögulegu samhengi þau lið sem hafa eytt mest – Chelsea með mikla yfirburði í eyðslu

Þetta er í sögulegu samhengi þau lið sem hafa eytt mest – Chelsea með mikla yfirburði í eyðslu
433Sport
Í gær

Guardiola lætur þessa sex leikmenn vita að þeir geti farið í sumar

Guardiola lætur þessa sex leikmenn vita að þeir geti farið í sumar
433Sport
Í gær

Fullyrt að United sé komið í viðræður við Villa um Emi Martinez

Fullyrt að United sé komið í viðræður við Villa um Emi Martinez
433Sport
Í gær

Leicester búið að ráða eftirmann Van Nistelrooy

Leicester búið að ráða eftirmann Van Nistelrooy
433Sport
Í gær

Segja að Arnar taki við Fylki

Segja að Arnar taki við Fylki