Íþróttavikan er komin á fulla ferð á 433.is og í Sjónvarpi Símans. Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson sjá um þáttinn og fá þeir til sín góða gesti alla föstudaga. Í þetta skiptið voru þeir Andri Geir Gunnarsson og Vilhjálmur Freyr Hallsson úr hlaðvarpinu Steve Dagskrá gestir.
Fallbaráttan í ensku úrvalsdeildinni er svakaleg. Þar er Southampton svo gott sem fallið en Leeds, Leicester, Everton og Nottingham Forest eru enn öll í stórhættu.
„Ég hallast að Leeds og Leicester,“ svaraði Hrafnkell, spurður að því hvaða lið hann telji að fari niður.
Everton styrkti stöðu sína mikið með ansi óvæntum stórsigri á Brighton á dögunum.
„Ég held að sigurinn á Brighton hafi gefið þeim ansi mikla von. Þessi leikur var klukkan fjögur. Ég leit á síma minn í vinnunni og bara: Ha?“
Helgi benti á áhugaverða staðreynd um fallbaráttuna.
„Við erum að tala um að það er líklegt að þrjú lið falli sem enginn spáði niður fyrir tímabil.“
Umræðan í heild er hér að neðan.