fbpx
Sunnudagur 11.maí 2025
433Sport

Starfið í hættu eftir ummælin sem hann lét falla um undrabarnið

Victor Pálsson
Laugardaginn 13. maí 2023 14:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Starf Mathis Sammer hjá Dortmund ku heldur betur vera í hættu eftir ummæli sem hann lét falla um Jude Bellingham.

Sammer hefur séð um að ráðleggja yngri leikmönnum Dortmund og er það hans starf en hann er einnig fyrrum leikmaður liðsins.

Sammer tjáði sig um Bellingham á dögunum og í raun sagði það best fyrir leikmanninn að fara annað til að þróa leik sinn enn frekar.

Sammer sagði að Bellingham myndi fá betri menntun á Englandi eða á Spáni og að það væri ekki best fyrir hann að halda ferlinum áfram í Þýskalandi.

Stjórn Dortmund er bálreið út í Sammer fyrir þessi ummæli en félagið vill ekki losna við Bellingham sem er einn efnilegasti leikmaður heims.

Real Madrid og Liverpool eru sterklega orðuð við miðjumanninn sem er enskur landsliðsmaður aðeins 19 ára gamall.

Bild í Þýskalandi segir að Dortmund sé nú að undirbúa það að reka Sammer úr starfi sem var nálægt því að skrifa undir framlengingu til ársins 2025.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Slot reynir að róa stuðningsmenn Liverpool – ,,Við gerðum allt sem við gátum“

Slot reynir að róa stuðningsmenn Liverpool – ,,Við gerðum allt sem við gátum“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Samþykkt að 48 lið verða á HM

Samþykkt að 48 lið verða á HM
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Mjög áhyggjufullur fyrir úrslitaleik United – ,,Mér líður ekki vel“

Mjög áhyggjufullur fyrir úrslitaleik United – ,,Mér líður ekki vel“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Gömul ummæli Trent vekja nú athygli – Nefndi manninn sem er orðaður við Liverpool í dag

Gömul ummæli Trent vekja nú athygli – Nefndi manninn sem er orðaður við Liverpool í dag
433Sport
Í gær

Sjáðu nýjar EM-treyjur Íslands – Úr endurunnu hráefni og sækja innblástur í hreyfingar Norðurljósanna

Sjáðu nýjar EM-treyjur Íslands – Úr endurunnu hráefni og sækja innblástur í hreyfingar Norðurljósanna
433Sport
Í gær

Kynlífsmyndband fór í dreifingu frá stað sem margir Íslendingar kannast við

Kynlífsmyndband fór í dreifingu frá stað sem margir Íslendingar kannast við
433Sport
Í gær

Wirtz áfram efstur á lista City þrátt fyrir fréttir vikunnar

Wirtz áfram efstur á lista City þrátt fyrir fréttir vikunnar
433Sport
Í gær

Bakvörður sem Liverpool vill fæst ódýrt í sumar

Bakvörður sem Liverpool vill fæst ódýrt í sumar