Cristiano Ronaldo var ekki í góðu skapi þegar Al Nassr gerði jafntefli við Al-Khaleej í Sádí Arabíu í gærkvöldi.
Al Nassr berst á toppi deildarinnar en Al-Khaleej er við botninn, leiknum lauk með 1-1 jafntefli.
Ronaldo sjálfur átti ekki góðan dag og var eitt mark sem hann skoraði dæmt af. Eftir leik var hann pirraðir.
Aðilar úr þjálfarateymi Al-Khaleej vildu fá sjálfu með Ronaldo en hann hafði engan áhuga á því og ýtti fólki frá sér.
Atvikið má sjá hér að neðan.
Cristiano Ronaldo 𝗽𝘂𝘀𝗵𝗲𝘀 𝗮𝘄𝗮𝘆 a staff member of Al-Khaleej after a 1-1 draw with Al-Nassr 📸❌ pic.twitter.com/uqm1iQbLsl
— Eurosport (@eurosport) May 9, 2023