Jóhann Berg Guðmundsson er í byrjunarliði Burnley í síðustu umferð Championship deildarinnar en liðið tryggði sér sæti í úrvalsdeildinni fyrir löngu.
Jóhann Berg gekk í raðir Burnley sumarið 2016, hann er í dag að spila sinn 200 leik fyrir félagið.
A 200th Burnley appearance for JBG today 🏅
Fantastic achievement 👏 pic.twitter.com/y7Y8EfZVYV
— Burnley FC 🏆 (@BurnleyOfficial) May 8, 2023
Jóhann hefur spilað 37 af 46 leikjum í deildinni og hefur Jóhann aldrei spilað jafnmarga leiki fyrir Burnley á einu tímabili.
Íslenski landsliðsmaðurinn hefur komið að tíu mörkum í ár, skorað fjögur og lagt upp sex.
Vincent Kompany er að klára sitt fyrsta heila tímabil með Burnley en hann skrifaði í gær undir fimm ára samning við félagið.