fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
433Sport

Hrósar Ödegaard en segist þó vorkenna honum – Líkir Norðmanninum við fyrrum leikmann Manchester City

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 8. maí 2023 19:00

Martin Odegaard Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sparkspekingurinn og fyrrum knattspyrnumaðurinn Micah Richards hrósar Martin Ödegaard, fyrirliða Arsenal, í hástert í nýjum pistli sínum. Hann segist þó vorkenna leikmanninum af einni ástæðu.

Ödegaard hefur verið stórkostlegur undanfarið. Í gær skoraði hann fyrra mark Arsenal í 0-2 sigri á Newcastle. Liðið á enn veika von um að hampa Englandsmeistaratitilinn.

„Það er skrýtið að vorkenna einhverjum sem þú varst að horfa á lýsa upp sunnudaginn þinn en þannig er það með Ödegaard. Ef það væri ekki fyrir Erling Haaland væri Ödegaard líklega valinn leikmaður tímabilsins,“ skrifar Richards.

Norðmaðurinn minnir Richards á fyrrum liðsfélaga sinn hjá Manchester City.

„Hann minnir mig á David Silva á svo marga vegu. Hann er hljóðlátur leiðtogi. Stundum vissir þú ekki af David í herberginu. En á vellinum lét hann alla fylgja sér með snilli sinni. Það er það sem Ödegaard er að gera. Að skora 15 mörk sem miðjumaður er bara stórkostlegt.

Einu sinni þurftir þú að vera háværastur eða stærsti persónuleikinn til að vera fyrirliði. Það hefur allt breyst. Steven Gerrard öskraði ekki sem landsliðsfyrirliði en þú horfðir á hann og heillaðist.“

Ödegaard gekk endanlega í raðir Arsenal frá Real Madrid sumarið 2021 eftir að hafa fengið hann á láni fyrr á því ári.

„Viðskipti Arsenal, að fá Ödegaard á láni, bæta sjálfstraust hans og kaupa hann svo voru meistaraverk. Hann á bara eftir að verða betri.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Ísland má ekki tapa gegn Sviss í kvöld

Ísland má ekki tapa gegn Sviss í kvöld
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Besta deildin: KR tapaði gegn KA

Besta deildin: KR tapaði gegn KA
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Myndband: Íslensk yfirtaka í svissnesku höfuðborginni

Myndband: Íslensk yfirtaka í svissnesku höfuðborginni
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Yngsti aðalliðsleikmaður í sögu Bretlands samdi við Chelsea

Yngsti aðalliðsleikmaður í sögu Bretlands samdi við Chelsea
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Máni í Sviss: „Ótrúlega góðs viti að íslenska kvennalandsliðið sé að valda þjóðinni vonbrigðum“

Máni í Sviss: „Ótrúlega góðs viti að íslenska kvennalandsliðið sé að valda þjóðinni vonbrigðum“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ísland í nýjum og glæsilegum varabúningi í kvöld

Ísland í nýjum og glæsilegum varabúningi í kvöld
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Þorsteinn útskýrir ákvörðunina – „Burt með ykkur“

Þorsteinn útskýrir ákvörðunina – „Burt með ykkur“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Bræðranna minnst fyrir leik Íslands í kvöld

Bræðranna minnst fyrir leik Íslands í kvöld