Valur 5 – 0 KR
1-0 Kristinn Freyr Sigurðsson (’18)
2-0 Guðmundur Andri Tryggvason (’23)
3-0 Aron Jóhannsson (’58)
4-0 Tryggvi Hrafn Haraldsson (’62)
5-0 Tryggvi Hrafn Haraldsson (’87)
Það er ljóst að tímabilið fyrir KR ætlar ekki að vera neinn draumur en liðið spilaði við Val í Bestu deild karla í kvöld.
Um var að ræða seinni leik dagins en fyrr í dag hafði KA betur gegn HK með tveimur mörkum gegn einu.
Valur burstaði KR svo í seinni leiknum en liðið gerði alls fimm mörk og þá Tryggvi Hrafn Haraldsson tvennu.
KR var að tapa fjórða leik sínum í röð og hefur liðið fengið á sig heil 13 mörk í sex leikjum.
Valsmenn fóru á sama tíma á toppinn og eru þar ásamt Víkingi Reykjavík með 15 stig.