Rivaldo, goðsögn Brasilíu, telur að Cristiano Ronaldo hafi verið plataður í að skrifa undir samning í Sádí-Arabíu.
Gengi Al-Nassr, liðs Ronaldo, hefur dvalað undanfarnar vikur en Ronaldo samdi óvænt við félagið í janúar og er í dag launahæsti leikmaður heims.
Ronaldo virðist þó ekki vera að skemmta sér of mikið hjá sínu nýhja félagi en hefur þó skorað 12 mörk í 15 deildarleikjum hingað til.
Al-Nassr er búið að missa toppsæti deildarinnar og er einnig úr leik í bikarkeppninni.
Rivaldo telur að Ronaldo hafi búist við auðveldara verkefni í Sádí-Arabíu en peningarnir töluðu svo sannarlega fyrir sig.
,,Ég skil það að stundum eru leikmenn plataðir með risastórum samningum ef þeir skrifa undir í Sádí Arabíu. Svo þarftu að hugsa um lífið og allt er lengra í burtu. Fótboltinn verður ekki alltaf eins auðveldur og þú heldur,“ sagði Rivaldo.
,,Hann gæti verið að ganga í gegnum svekkjandi tíma og horfir jafnvel á sjálfan sig. Peningarnir gætu þó gert stöðuna betri í þessu ekki svo ánægða lífi sem hann er að lifa í dag.“