Íþróttavikan hefur hafið göngu sína á nýjan leik en þátturinn verður aðgengilegur á DV.is og í Sjónvarpi Símans. Nýr þáttur verður aðgengilegur alla föstudaga.
Helgi Fannar Sigurðsson, íþróttablaðamaður og sparkspekingurinn Hrafnkell Freyr Ágústsson munu stýra Íþróttavikunni saman. Hjörvar Hafliðason var gestur í fyrsta þætti þeirra félaga.
Helgi velti upp athyglisverðri spurningu í þættinum. Hann spurði spekingana hvort ætti að líta á það sem svo að Arsenal eða Manchester United hafi átt betra tímabil ef fyrrnefnda liðið endar í öðru sæti titlalaust en það síðarnefnda í fjórða sæti með deildarbikartitilinn.
„Það er Arsenal. Titlar eru ekkert allt. Ef lið heldur áfram að bæta sig mun það vinna eitthvað. En United er samt á fínum stað,“ sagði Hrafnkell.
Hjörvar var alls ekki sammála.
„Það er enginn munur á því að vera í öðru og fjórða sæti, það er sama útkoma, Meistaradeildarsæti. Ef þú vilt fagna framförum máttu það alveg en ég er í þessu fyrir bikara og úrslitaleiki. Þú ert með tvo úrslitaleiki, einn bikar í hús. Það hlýtur að vera betra tímabili,“ sagði hann og kveðst vera úrslitaleikjamaður.
Umræðan í heild er hér að neðan.