fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
433Sport

Algjört kjaftæði að Ronaldo og Neymar séu á leiðinni – Þurfa að passa sig

Victor Pálsson
Laugardaginn 6. maí 2023 19:33

Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eddie Howe, stjóri Newcastle, hefur þvertekið fyrir þær sögusagnir að leikmenn eins og Neymar og Cristiano Ronaldo séu á leið til félagsins.

Neymar og Ronaldo eru tvær af stórstjörnum fótboltans en það eru miklir peningar til í Newcastle og gæti félagið svo sannarlega keypt svona stjörnur til liðsins.

Howe segir að það sé þó ekki stefna félagsins að eyða peningum í stórstjörnur jafnvel þó félagið sé á leið í Meistaradeildina.

,,Þessar sögusagnir hafa verið á kreiki síðan nýju eigendurnir eignuðust félagið. Auðvitað bjuggust allir við að stærstu nöfn fótboltans væru á leið til Newcastle,“ sagði Howe.

,,Við höfum ekki unnið þannig hingað til og við getum ekki eytt svoleiðis fjárhæðum og þurfum að fá inn réttu leikmennina fyrir hópinn.“

,,Ég myndi segja að félagaskiptamarkaðurinn sé flókinn og það er mikil hugsun sem er á bakvið það sem þú gerir. Þú getur ekki bara valið eitthvað nafn það þarf að vera ákveðin hugsun á bakvið það sem þú gerir fjárhagslega.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Örvar skaut Stjörnunni í titilbaráttu á meðan KR daðrar við falldrauginn

Örvar skaut Stjörnunni í titilbaráttu á meðan KR daðrar við falldrauginn
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Everton staðfestir kaup á Dibling – Kostar slatta og gerir fjögurra ára samning

Everton staðfestir kaup á Dibling – Kostar slatta og gerir fjögurra ára samning
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ronaldo og félagar vonast til að skáka United

Ronaldo og félagar vonast til að skáka United
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Úlfarnir höfnuðu stóru tilboði í dag

Úlfarnir höfnuðu stóru tilboði í dag
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Bournemouth á eftir leikmanni Chelsea

Bournemouth á eftir leikmanni Chelsea