Stóri Sam Allardyce er byrjaður að búa til teymi í kringum sig til þess að reyna að bjarga Leeds frá falli en hann fær fjóra leiki til þess.
Robbie Keane fyrrum framherji í enska boltanum er einn af þeim sem er mættur í teymið. Skrifaði hann undir samning nú rétt í þessu.
Keane lék með Leeds frá 2001 til 2002 en hann var atvinnumaður frá 1997 til 2018 og átti ansi farsælan feril. Lék hann meðal annars með Inter, Tottenham og Liverpool.
Leeds er með 30 stig og er í 17 sæti deildarinnar en pakkinn er ansi þéttur. Allardyce er þriðji stjóri Leeds á tímabilinu.
Tímabilið hófst með Jesse March við stjórnvölinn en hann var rekinn og við tók Eric Gracia sem stýrði liðinu í nokkra leiki áður en hann var rekinn.
BREAKING: Robbie Keane joining Sam Allardyce and Karl Robinson at Leeds United. Contracts have been signed in the last hour. More on @TimesSport
— Matt Lawton (@Lawton_Times) May 3, 2023