Erik ten Hag stjóri Manchester United setur mikla áherslu á það að félagið kaupi framherja í sumar. Harry Kane er efstur á blaði.
Kane er mögulega til sölu í sumar þegar aðeins eitt ár verður eftir af samningi hans.
Nú segja miðlar á Ítalíu að Tammy Abraham framherji Roma sé einnig á lista hjá United í sumar.
Abraham fór frá Chelsea sumarið 2021 fyrir 34 milljónir punda og hefur staðið sig vel undir stjórn Jose Mourinho á Ítalíu.
Gazzetta á Ítalíu segir að United og PSG hafi áhuga á enska framherjanum í sumar en hann er sagður klár í að snúa aftur til Englands.