Everton heimsótti Leicester á King Power völlinn í kvöld þegar liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni. Hart var barist en bæði félög berjast nú við falldrauginn.
Dominic Calvert Lewin kom Everton yfir með marki úr vítaspyrnu en Cayglar Soyuncu og Jamie Vardy komu heimamönnum yfir.
James Maddison fékk svo vítaspyrnu til að koma Leicester í 3-1 en hinn magnaði Jordan Pickford varði frá honum.
Það var svo Alex Iwobi sem bjargaði stigi fyrir Everton sem gæti reynst mikilvægt þegar talið verður upp úr hattinum í lok maí.
Everton er í 19 sæti með 29 stig en Leicester er í 16 sæti með 30 stig.