fbpx
Þriðjudagur 21.október 2025
433Sport

Óvænt nafn sagt vera til sölu hjá Arsenal í sumar

Victor Pálsson
Sunnudaginn 30. apríl 2023 21:00

Xhaka í leik með Arsenal.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arsenal ætlar að taka til í leikmannahópi sínum í sumar og eru stór nöfn til sölu fyrir næsta tímabil.

The Daily Mail fullyrðir það að bæði Granit Xhaka og Kieran Tierney séu til sölu í sumar.

Xhaka hefur spilað stórt hlutverk með Arsenal á tímabilinu en hann er þrítugur og á að baki tæplega 300 leiki fyrir félagið.

Tierney kom frá Celtic á sínum tíma en hefur misst sæti sitt í liðinu eftir komu Oleksandr Zinchenko frá Manchester City.

Newcastle ku hafa áhuga á að fá Tierney í sínar raðir en óvíst er hvert Xhaka myndi fara ef hann verður seldur í sumar.

Arsenal er enn í titilbaráttu í úrvalsdeildinni og er tveimur stigum á undan Manchester City sem á þó tvo leiki til góða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Uppljóstrar því hvaða veikleika Amorim vildi keyra á hjá Liverpool

Uppljóstrar því hvaða veikleika Amorim vildi keyra á hjá Liverpool
433Sport
Í gær

ÞÞÞ valinn bestur í þriðja sinn

ÞÞÞ valinn bestur í þriðja sinn