Leikur FH og KR í komandi umferð í Bestu deild karla mun fara fram í Kaplakrika eftir allt saman. Það verður leikið á frjálsíþróttavelli FH.
Fyrr í dag var leiknum frestað til morguns þar sem aðalstjórn FH hafði tilkynnt um lokun á báðum grasvöllum FH í Kaplakrika. Var ákveðið að færa hann á Wurth-völlinn í Árbæ.
Fyrir stuttu síðan barst hins vegar tilkynning frá aðalstjórn FH um að lokun hefði verið aflétt af frjálsíþróttavelli félagsins. Í framhaldinu óskaði FH eftir því að leikurinn yrði færður á varavöll félagsins.
Þetta samþykkti mótanefnd KSÍ og fer leikurinn því fram á frjálsíþróttavelli FH.
Um sama völl er að ræða og FH tók á móti Stjörnunni á í 2. umferð deildarinnar.
FH – KR
Var: Laugardaginn 29. apríl kl. 14.00 á Würth vellinum
Verður: Laugardaginn 29. apríl kl. 14.00 á Kaplakrikavelli (frjálsíþróttavelli)