fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
433Sport

Helgi snýr aftur á Hlíðarenda með skýrt markmið – „Þetta er það sem ég óskaði mér“

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 26. apríl 2023 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helgi Sigurðsson, þjálfari Grindavíkur, er sáttur með að hafa dregist gegn sínum gömlu félögum í Val í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Hans menn ætla sér að sigra leikinn.

„Það er bara frábært. Þetta er það sem ég óskaði mér. Það hefði verið gaman að fá heimaleik en úr því sem komið er verður þetta bara frábær leikur. Við ætlum okkur að vinna leikinn og fara áfram. Við teljum okkur geta það,“ segir Helgi í samtali við 433.is í dag, en hann var aðstoðarþjálfari Vals síðasta sumar.

„Við gerðum jafntefli við þá í Lengjubikarnum og nú ætlum við okkur sigur.“

Helgi og Grindvíkingar hafa talað opinskátt um það að liðið ætli sér upp úr Lengjudeildinni og í þá efstu á komandi leiktíð.

„Þetta er búið að vera langt og strangt undirbúningstímabil og nú sér fyrir endann á því. Mönnum hlakkar mikið til að spila alvöru fótboltaleiki.

Allir leikirnir verða hörkuleikir og ef þú ert ekki með hausinn rétt skrúfaðan á lendir þú í vandræðum. Það eru mörg lið sem ætla sér stóra hluti í sumar.“

Ítarlega er rætt við Helga hér að neðan.

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Howe virðist staðfesta brottför Isak

Howe virðist staðfesta brottför Isak
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Segir að Gyokores þurfi tíma – Þurfti sjálfur fjóra til fimm leiki

Segir að Gyokores þurfi tíma – Þurfti sjálfur fjóra til fimm leiki
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

England: Gyokores með tvennu í stórsigri

England: Gyokores með tvennu í stórsigri
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Enginn virðist vilja sóknarmanninn og félagið er nálægt því að gefast upp

Enginn virðist vilja sóknarmanninn og félagið er nálægt því að gefast upp
433Sport
Í gær

Stjóri Brentford um Wissa: ,,Hann skuldar mér“

Stjóri Brentford um Wissa: ,,Hann skuldar mér“
433Sport
Í gær

Mussolini og Stalin í lagi en hans nafn er bannað á vinnustaðnum

Mussolini og Stalin í lagi en hans nafn er bannað á vinnustaðnum
433Sport
Í gær

Orðaður við mörg félög en gefur sterklega í skyn að hann verði áfram

Orðaður við mörg félög en gefur sterklega í skyn að hann verði áfram
433Sport
Í gær

Hundsar fyrirmælin og mætti þrátt fyrir að vera með lifrarbólgu B – Var skipað að halda sig heima næstu mánuðina

Hundsar fyrirmælin og mætti þrátt fyrir að vera með lifrarbólgu B – Var skipað að halda sig heima næstu mánuðina
Hide picture