Leikvelli í leik Keflavíkur og ÍBV hefur verið breytt vegna vallaraðstæðna.
Leikurinn mun nú fara fram á Nettóhöllin-gervigras (við Reykjaneshöll). Grasvöllur Keflavíkur er ekki klár í slaginn en Keflavík lék heimaleik gegn KR á gervigrasinu á dögunum.
Mikil vandræði hafa verið í upphafi Bestu deildar karla með grasvelli landsins, þeir hafa ekki verið tilbúnir og þeim sem hefur verið spilað á hafa verið illa farnir.
Besta deild karla
Keflavík – ÍBV
Var: Laugardaginn 29. apríl kl. 17.00 á HS orku vellinum
Verður: Laugardaginn 29. apríl kl. 17.00 á Nettóhöllin-gervigras (við Reykjaneshöll)