Viðræður á milli Chelsea og Mauricio Pochettino halda áfram í þessari viku.
Chelsea er í stjóraleit eftir að Graham Potter var látinn fara á dögunum. Frank Lampard stýrir nú liðinu en aðeins fram á sumar.
Julian Nagelsmann var efstur á blaði Todd Boehly þar til í síðustu viku, þegar hann dró sig úr viðræðum. Pochettino er nú fyrsti kostur.
Fabrizio Romano segir að viðræðurnar við Pochettino fari á ákveðið lykilstig í þessari viku og að hún verði mikilvæg er kæmi að ákvörðun Chelsea um næsta stjóra.
Pochettino hefur verið án starfs frá því hann var látinn fara frá Paris Saint-Germain síðasta vor.
Hann hefur áður stýrt Tottenham um árabil, sem og Southampton og hefur því mikla reynslu úr ensku úrvalsdeildinni.
Talks between Mauricio Pochettino and Chelsea will continue this week to enter into crucial stages 🔵 #CFC
He’s the favourite to get the job since Thursday, Luis Enrique & Nagelsmann are out.
This week, key to make final decision.
Kompany appreciated — but Pochettino is ahead. pic.twitter.com/CWGs8m9wCF
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) April 24, 2023